Bókaklúbbarnir slá í gegn.

Nú á síðustu dögum hafa 13 nemendur lokið við lestur í bókaklúbb á bókasafninu. Í dag komu þeir á safnið og fengu viðurkenningu og smá verðlaun.

Á bókasafninu eru fimm mismunandi bókaklúbbar, þeir eru:

Binna B. Bjarna

Heyrðu Jónsi

Ráðgátuklúbburinn

Ljósaseríuklúbburinn

Hundar kettir og önnur dýr

Þessir klúbbar henta vel fyrir nemendur í 1. - 6. bekk. Það er gaman að sjá hvað nemendur eru áhugasamir um bækurnar og dugleg að lesa. Á tveimur mánuðum hafa bækurnar um Binnu og Jónsa farið um 670 sinnum í útlán. Það er ótrúlega vel gert! Nemendur hafa tekið vel við sér og margir skrá sig strax í annan klúbb um leið og einum er lokið.