Best í flestu leikarnir

Nú á haustdögum var ákveðið að skella í Best í flestu leikana. Leikarnir ganga út á það að taka þátt í 10 mjög ólíkum greinum. Það voru um 80 nemendur sem tóku þátt og var afskaplega gaman að fylgjast með snerpu, úthaldi, nákvæmni, keppnisskapi og gleði nemenda meðan á keppni stóð. Viðurkenningar voru veittar fyrir þátttöku, verðlaun fyrir fyrsta sæti í hverri grein og verðlaun fyrir þrjú efstu sætin samanlagt. Fyrir fyrsta sætið var veittur farandbikar og munum við stefna að því að halda þessa leika árlega. Sigurvegarinn í ár, Best í flestu meistarinn er Friðrik Smári Bjarkason. Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og óskum sigurvegurum til hamingju með árangurinn.