Baráttudagur gegn einelti

8.nóvember er árlegur baráttudagur gegn einelti. Í Gerðaskóla er einelti ekki liðið og í tilefni dagsins er gaman að segja frá því að engar eineltistilkynningar hafa verið 

lagðar fram á skólaárinu og engin mál í gangi hjá eineltisteymi, sem er fagnaðarefni.

En mikilvægt er að hafa í huga að einelti getur verið falið og því má ekki sofna á verðinum heldur halda áfram að hvetja nemendur til að sýna samnemendum sínum umburðarlyndi, virðing, og hjálpsemi.

Við erum einnig búin að uppfæra stefnu skólans um einelti og má hana finna inn á heimasíðu skólans undir Skólinn - Stefna Gerðaskóla gegn einelti.