Bændur og búalið - sauðburður

Krakkarnir í valfaginu "Bændur og Búalið" skelltu sér í heimsókn í fjárhús í bæjarfélaginu þar sem að sauðburður er í fullum gangi. Voru svo heppin að verða vitni að því að ein rolla bar sitt þriðja lamb. Sumir gerðust svo hugrakkir að fá að halda á nokkurra daga gömlum lömbum.