Árshátíð og skertur nemendadagur

Árshátíðin verður tvískipt í ár.
Miðvikudaginn 20. mars verður árshátíðin fyrir 1. - 5. bekk kl. 17:00 - 18:30 og fimmtudaginn 21. mars hjá 6. - 10. bekk kl. 19:00 - 20:30.

Hefð er fyrir því að hafa sérstakt þema á árshátíðinni og varð fæðingarár barnanna fyrir valinu þetta árið. Atriðin á árshátíðinni tengjast því öll þemanu á einhvern hátt.
Við hvetjum alla foreldra að koma og njóta sýninga barna sinna og hlökkum við mikið til að taka á móti ykkur.

Nánari upplýsingar má sjá á mynd varðandi tímasetningar á hátíðarkvöldverði 10. bekkjar, árshátíðarballi 7. - 10. bekkjar í Sandgerði ásamt upplýsingum um skerta nemendadaginn sem er föstudaginn 22. mars næstkomandi.