Árshátíð

Það er búið að vera fjör hjá okkur hér í skólanum síðustu daga. Nemendur hafa verið að æfa árshátíðaratriðin sín og tónlist hljómað um alla ganga.

Nemendur í 1. – 6. bekk munu sýna atriðin sín á sal kl. 10:15 miðvikudaginn 24. mars og nemendur í 7. – 10. bekk sýna atriðin fimmtudaginn 25. mars kl. 19:30.

Það verður beint streymi og kemur tengill inn á facebooksíðu skólans. Þemað í ár í Eurovision, við vonum að þið skemmtið ykkur vel : )