Alþjóðadagur matreiðslumeistara

Á Alþjóðadegi matreiðslumeistara 20. október síðast liðinn fengum við góðan gest í heimsókn. Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari kom og fræddi nemendur um starf matreiðslumanna og síðdegis var hann svo með fund fyrir foreldra um hollt mataræði og fiskneyslu. Fundirnir voru bæði fróðlegir og skemmtilegar og þar var hægt að læra ýmislegt um matseld einkum á fiski. Í framhaldinu fengu allir foreldrar Gerðaskóla sendar í tölvupósti 10 uppskriftir af sósum frá meistaranum