Alþjóðadagur læsis í Gerðaskóla 8. september 2022

Á Alþjóðadegi læsis nutu nemendur Gerðaskóla veðurblíðunnar og lásu og léku sér með tungumálið.

Yngstu nemendur skólans skrifuðu með litakrít orðið dagur læsis 2022 á stéttina. Fengu svo frjálsar hendur með krítina og urðu til mörg fín listaverk og stafatákn gestum og gangandi til yndisauka. Nemendur í öðrum og þriðja bekk fóru í ratleik með lestrarþrautum og áttu þau að finna bókstafi og setja saman í lausnarorð. Í nestistímanum fengu þau stafasúpu sem þau kunnu vel að meta, renndu niður runum af bókstöfum.

Eldri nemendur stilltu sér upp úti og lásu um fyrstu prakkarana í Gerðaskóla, nemendum til mikilla skemmtunar. Í ár eru hvorki meira né minna en 150 ár frá stofnun skólans.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér.