Akam, ég og Annika

Í desember skipuleggjum við margvíslega viðburði með nemendum og gerum okkur glaðan dag í aðdraganda jólanna. Það er órjúfanlegur hluti af dagskránni að fá rithöfunda í heimsókn sem lesa upp úr verkum sínum og ræða við nemendur um ýmislegt tengt bókum og skapandi skrifum.

Þórunn Rakel Gylfadóttir, rithöfundur, heimsótti nemendur í 8. – 10. bekk og las upp úr bók sinni Akam, ég og Annika. Bókin fjallar um Hrafnhildi sem flytur með mömmu sinni til Þýskalands en það getur verið erfitt að fóta sig í nýju landi þar sem tungumálið er framandi og maður þekkir engan. Við þökkum Þórunni Rakel kæralega fyrir komuna til okkar í Gerðaskóla.