Afmælisgjöf - Þrívíddarprentari

Það er gaman að segja frá því að Gerðaskóli fékk að gjöf pening frá nokkrum fyrrum nemendum skólans. Fyrir peninginn var keyptur háhraða þrívíddarprentari. Það eykur enn meira á fjölbreytni í sköpun og um leið læra nemendur hvernig á að nota tæki sem þetta. Við byrjum á smærri verkefnum t.d. nafnspjöldum, glasamottum og fleira, síðan þróum við okkur í átt að stærri verkefnum.