Ævar vísindamaður í heimsókn

Nemendur í 4.-7.bekk fengu skemmtilega heimsókn í dag þegar Ævar Þór vísindamaður kom og las uppúr nýjustu bók sinni Þín eigin ráðgáta. Nemendur hlustuðu af miklum áhuga og einnig voru nokkrir sem spurðu hann út í bækurnar, eins og til dæmis hvað hann stefnir á að skrifa margar bækur í viðbót og hversu lengi hann var að skrifa nýjustu bókina. Svörin voru þau að hann ætlaði alltaf að gefa út 10 stórar bækur en þær verða sennilega 12 í heildina og það var líka skemmtilegt að heyra að hann var þrjú ár að skrifa fyrstu bókina sína en bara einn og hálfan mánuð með þessa nýjustu.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér