Ævar Þór rithöfundur í heimsókn.

Rithöfundurinn Ævar Þór Benediktsson heimsótti skólann og las upp úr nýjustu bók sinni, Skólastjórinn, sem nýlega hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.

Nemendur í 4.–7. bekk hlustuðu af miklum áhuga á bæði lesturinn og kynningu Ævars, sem hefur þegar gefið út 38 barnabækur.

Bókin Skólastjórinn er nýkomin út og verður væntanleg á bókasafnið okkar á næstu dögum.
Nemendur sýndu frábæran áhuga og fengu mikið hrós frá Ævari sjálfum fyrir þátttökuna.

 Hægt er að skoða myndir hér.