Aðstoðarskólastjóri óskast

 

Staða aðstoðarskólastjóra við Gerðaskóla í Garði er laus til umsóknar. 

Ráðið er í stöðuna frá 1. ágúst 2017.

 

Gerðaskóli er rúmlega 200 barna skóli í Sveitarfélaginu Garði. Þar búa rúm 1500 íbúa. Nánari upplýsingar um Garð er að finna á heimasíðunni www.svgardur.is

Gildi skólasamfélagsins í Garði eru: Árangur, virðing, gleði, leikur, sköpun, ábyrgð.

 

Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn að viðhalda og byggja upp öflugt skólasamfélag af metnaði og dugnaði með virðingu og ánægju að leiðarljósi.

 

Markmið og verkefni

  • Fagleg forysta
  • Stjórnun, ábyrgð á daglegri starfsemi sem staðgengill skólastjóra í forföllum hans
  • Stuðla að framþróun skólastarfsins
  • Aðkoma að ráðningum, mannauðsstjórnun og vinnutilhögun
  • Þekking og góður vilji til að leiða samstarf skólasamfélagsins út frá skólastefnu sveitarfélagsins og gagnvart samstarfsverkefnum/samningum sem skólinn á við aðrar stofnanir

 

Menntun, færni og eiginleikar

  • Grunnskólakennaramenntun og önnur reynsla skv. lögum nr. 87/2008, 12. gr.
  • Framhaldsmenntun í stjórnun æskileg
  • Reynsla af skipulagi og stjórnun kostur
  • Mjög góð færni í samskiptum og góð meðmæli þar um
  • Hvetjandi og góð fyrirmynd

 

 

 

Umsóknarfrestur er til 18. maí.

Umsóknir, ásamt ferilskrá og upplýsingum um umsagnaraðila berist á netfangið johann@gerdaskoli.is eða ragnhildur@gerdaskoli.is

Heimasíða skólans er gerdaskoli.is og sími 4227020

Nánari upplýsingar veitir Jóhann Geirdal skólastjóri s. 8984808