Aðalfundur Foreldrafélags Gerðaskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Gerðaskóla verður haldinn n.k. mánudag 26. september kl. 20:30 í sal skólans.

Kosning stjórnar fyrir komandi vetur ásamt öðrum málum. Hvetjum alla foreldra til að mæta á fundinn, ræða málefni barnanna okkar og hafa áhrif á starf félagsins. Allir velkomnir þótt að fólk hafi ekki tök á að bjóða sig fram í stjórn.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.

 

Bestu kveðjur,

Stjórn foreldrafélagsins