Aðalfundur Foreldrafélags Gerðaskóla

Aðalfundur Foreldrafélags Gerðaskóla verður haldinn n.k. fimmtudag 16. september kl. 20:00 á sal skólans.
Núverandi stjórn hefur starfað í nokkur ár og er svo komið að þörf er á nýju blóði í stjórnina. Því auglýsum við eftir fólki til að bjóða sig fram til stjórnarstarfa.
Einnig hvetjum við alla foreldra til að mæta á fundinn og ræða málefni barnanna okkar og hafa áhrif á starf félagsins, þó að fólk hafi ekki tök á að bjóða sig fram í stjórn.
Hlakka til að sjá sem flesta.
Jón Ragnar Ástþórsson
Formaður Foreldrafélagsins