3 dagar

Rauði krossinn á Íslandi í samstarfi við Almannavarnir ríksins og Heimili & skóla standa að verkefninu 3 dagar sem stuðlar að því að efla viðnámsþrótt Íslendinga gagnvart rofi á innviðum og náttúruhamfara. Rík áhersla verður lögð á að koma fræðslunni að hjá börnum og unglingum og þannig fara inn í grunnskóla landsins og kynna verkefnið fyrir nemendum. Sú fræðsla er sett upp á myndrænan og skemmtilegan hátt enda tilgangurinn alls ekki að hræða heldur ræða málin á uppbyggilegan máta. Börnin fá svo upplýsingaefni með sér heim og geta haldið umræðunni áfram með fjölskyldunni. 

Aðilar frá Rauða krossinum komu og heimsóttu 5.- 8. bekk og fengu þau fræðslu. Með heitinu 3 dagar er átt við að hvert heimili sé undirbúið hamförum og neyðarástandi með heimilisáætlun og viðlagakassa. Verkefnið á erindi við alla en eins og margir þekkja af eigin raun geta náttúruhamfarir og slæmt veður dunið á Íslendinga hvar og hvenær sem er með litlum sem engum fyrirvara.

Hér eru fleiri upplýsingar um verkefnið.