10.bekkur heimsækir Skólaþing og Rafmennt

Skólaþing

10.bekkur fór í heimsókn á Skólaþing og fékk þar að upplifa hvernig það er að starfa á Alþingi, vera í flokk og nefnd, fjalla um frumvörp og afla sér upplýsinga um ákveðin málefni og ræða sín á milli. Skólaþing tók vel á móti okkur og nemendur stóðu sig með prýði! Þetta var afskaplega skemmtileg og fræðandi upplifun.

 

Rafmennt

Að loknu Skólaþingi heimsótti 10.bekkur fyrirtækið Rafmennt þar sem nemendur fengu fræðslu um allt sem kemur að rafmagni. Þau fengu m.a. að lóða saman íhluti og setja saman vasaljós sem þau fengu svo að eiga. Vonandi kveikti þetta áhuganeista hjá einhverjum! Ofboðslega skemmtileg og gagnleg reynsla!

Hægt er að skoða myndir hér Skólaþing og Rafmennt