100 ára afmæli fullveldis Íslands

Í tilefni af því að fullveldi Íslands verður 100 ára 1. desember ákváðum við að skella í smá fögnuð. Við buðum nemendum að mæta í bláum fatnaði eða fánalitunum og fórum í skrúðgöngu. Gekk hersingin undir trommuslætti um allan skólann og enduðum í sal þar sem við horfðum á stuttmynd og sungum Ísland er land þitt og Ég sá mömmu kyssa jólasvein.

 

Hér er hlekkur á stuttmyndina.