Miðgarður salur Gerðaskóla

Miðgarður rúmar rúmlega 600 manns, salurinn er leigður út fyrir ýmsar uppákomur.

Verðskrá:
  • Tónleikar, skemmtikvöld, sýningar m/ aðgangseyri kr. 108.000,- m/ vsk.
  • Kaffisamsæti, afmæli, fermingar, útskriftir - kr. 66.000,- m/ vsk.
  • Erfidrykkjur kr. 50.000,- m/ vsk.
  • Fundur og ráðstefnur kr. 66.000,-m/ vsk.
  • Menningarviðburðir án aðgangseyris kr. 50.000,- m/ vsk.
  • Til að panta salinn þarf að hafa samband við midgardur@sudurnesjabaer.is

Upplýsingar:

  • Ef salurinn er leigður út á virkum degi eins og til dæmis fyrir erfidrykkju, er hægt að hafa samband við skólann varðandi afhendingu.

    Að jafnaði skal gert ráð fyrir að viðburðir standi eigi lengur en til kl. 23:30

Borðbúnaður, stólar og borð.

Borð og stólar fyrir 300 manns, og borðbúnaður fyrir 400 manns fylgja salnum. Einnig fylgir veisluborð (langborð).

Kaffivélar (sem eru í eigu skólans) eru staðsettar í sama herbergi og borðbúnaðurinn en það má setja þær upp í eldhúsinu á meðan á veisluhöldum stendur.

Borðdúkar eru ekki hluti af borðbúnaði, það eru skaffaðar tuskur svo hægt sé að þurrka af borðum og þess háttar.

Það er rafmagnshelluborð sem hægt er að nota til að hita upp.

Það eru herðartré til afnota.

Það eru tveir kælar til afnota en þeir eru staðsettir á sama stað og borðbúnaðurinn er geymdur.

Hægt er að leigja auka borð og stóla (gegn gjaldi) með því að senda tölvupóst á netfangið vidir.gardi@simnet.is

Borðin eru á 2500kr stk í leigu, borðin eru úr plasti og eru mjög létt en mjög sterk.

Stólar eru á 750kr stk í leigu, stólarnir eru léttir og þægilegir -10stk á hæðina.

Um er að ræða grunnverð á leigu og hægt að óska eftir tilboði fyrir smærri veislur s.s. fermingar, afmæli eða slíkt.

  • Hljóðkerfi.

    Ekki er hægt að fá aðstoð frá starfsmönnum Gerðaskóla varðandi hljóðkerfi enn grunnupplýsingar eru til staðar. Ef það þarf að nota hljóðherbergið fyrir útsendingu á jarðarför þurfa aðstandendur sjálfir að fá einstakling til að sjá um þau mál.

  • Öll meðferð áfengis og tóbaks er stranglega bönnuð í salnum, í skólanum og á skólalóðinni.