Stefna Gerðaskóla gegn einelti

Einelti og annað ofbeldi er ekki liðið í Gerðaskóla. Starfsfólk skólans starfar samkvæmt forvarnar- og eineltisáætlun Gerðaskóla. Áætluninni er ætlað að draga úr möguleikum á einelti og skapa skólaumhverfi sem einkennist af virðingu, jákvæðum samskiptum og ákveðnum ramma vegna óviðunnandi atferlis. Starfsfólk Gerðaskóla leggur áherslu á samvinnu við nemendur og foreldra/forráðamenn þeirra í forvarnarstarfi sem þessu svo hægt sé að virkja sem flesta til þátttöku og samábyrgðar á góðum skólabrag og velferð allra nemenda. Samstarf allra aðila skólasamfélagsins er grundvöllur þess að vel takist til og að hægt sé að leysa mál sem upp koma á sem farsælastan hátt.

Aðgerðaráætlun

Hér er eyðublað til að koma ábendingum til skila til skólans.

Tilkynning - grunur um einelti

Eineltisráð

Við Gerðaskóla er starfandi ráðgefandi eineltisteymi sem er kennurum til stuðnings við úrlausn eineltismála og sinnir fyrirbyggjandi aðgerðum í eineltismálum. Ráðið miðlar sérþekkingu og heldur saman upplýsingum. Það safnar efni um eineltisfræðslu fyrir öll skólastigin og byggir upp gagnabanka fyrir kennara.

Eineltisráð Gerðaskóla 2020- 2021

Eva Björk Sveinsdóttir, skólastjóri

Guðjón Árni Antoníusson, aðstoðarskólastjóri

Róbert Birgisson, kennari

Laufey Erlendsdóttir, kennari

Kristbjörg Eyjólfsdóttir, kennari

 

Hér má finna stefnu Gerðaskóla um einelti.